Námsmat með áherslu á leiðsagnarmat í skólunum í Húnavatnssýslum 2017-2018

Skólaárið 2017-2018 vinna kennarar í skólunum í Húnavatnssýslum að umbótum á námsmati, með áherslu á leiðsagnarmat. Skólarnir eru Blönduskóli, Grunnskóli Húnaþings vestra, Húnavallaskóli og Höfðaskóli, Skagaströnd. Ráðgjafi við verkefnið er Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands.

Verkefnið var sett af stað með fræðslufundi í Húnavallaskóla, fimmtudaginn 12. október 2017).

Dagskrá:

13.00-14.15

Ingvar Sigurgeirsson: Leiðsagnarmat – hvers vegna og hvernig?

14.30-15.30 og 15.50-16.50

Ingvar Sigurgeirsson:
Dæmi um leiðsagnarmat á yngsta stigi og miðstigi
Hulda Dögg Proppé og Laufey Einarsdóttir, kennarar í Sæmundaskóla :
Dæmi um þróun námsmats og leiðsagnarmat á unglingastigi

Efnt var til samkeppni um heiti á verkefnið og hlaut það heitið Í átt að settu marki. Hugmyndina átti Sara Diljá Hjálmarsdóttir.

Um mánaðarmótin janúar / febrúar 2018 heimsótti Ingvar skólana og ræddi við kennara um þróunarverkefnin. Lokaáfangi verkefnisins á þessu ári var í Laugabakkaskóla 18. apríl, en þá kynntu kennarar afrakstur verkefna sinna. Fljótlega verður unnt að nálgast einhver þeirra á þessari síðu.

 


25.9.2017/IS – síðast breytt 15.5.2018