Niðurstöður á yngsta stigi:

 • Búa til Facebook hóp með öllum í verkefninu og deila hugmyndum um leiðir til að efla bekkjarbrag.
 • Hitta aðra kennara í sama árgangi, skiptast á hugmyndum og samræma leiðir.
 • Nemendaheimsóknir – bekkir heimsæki bekki í öðrum skólum.
 • Búa til umræðuhópa nemenda þar sem þeir koma með hugmyndir að bættum bekkjarbrag.
 • Nota verkfæri af námskeiðinu.
 • Halda vinnufundi um námskeiðið – þróa leiðir til að vinna með efnið.
 • Fá framhaldsnámskeið frá Vöndu.
 • Hver árgangur sér um leik vikunnar. Sama fyrirkomulag og orð vikunnar. Búa til bekkjarleikjabanka.
 • Fá fræðslu um hina fyrirlestrana / námskeiðin.
 • Nota skólafærniþættina meira og betur – vinna með það í öllum árganginum. Hefti líkt og lestrarheftið. Tengja inn í Mentor. Þróunarverkefni.

Miðstigshópurinn:

 • Mikilvægt að virða alltaf samstarfstíma kennara. Þær gætu aðrir kennarar komið inn (sjá skjal frá Sunnulæk).
  Mikilvægt að hafa verkefnastjóra yfir verkefninu (deildarstjóri) sem stýrir og styður við þróun verkefnisins. Það þarf stöðugt að halda umræðum á lofti er varða verkefnið. Annars gleymast áherslur.
 • Hittast á stigum og síðar í árgöngum og skoða hvernig við sjáum þetta fyrir okkur.
  Heimsækja aðra skóla.
  Ræða nánar hvaða möguleika við höfum í Vallaskóla, hvað leyfir húsnæðið okkur og hversu nálægt komumst við teymiskennslu.

Niðurstöður af unglingstigi:

 1. Umræða um það sem fólk tekur með sér úr fyrri umræðunni.
  1. KH og SAG. Það er kannski ekki verið að einblína á verkefnið Af litlum neista. Verið að vinna í teymum, kannski ekki verið að koma þessu inn í kennsluna sem slíka. Vantar tíma til að hittast á milli skólanna. Þessir krakkar sem eru sér þurfa að vera funkerandi og þau munu ekki læra það ef þau eru alltaf í sama hópnum úti í horni. Umhverfið hér í skólanum vinnur ekki með okkur, varðandi teymiskennsluna. Plássleysi. Opna á milli stofa (harmónikkuhurð milli stofa). Skilgreina stofurnar betur, t.d. innlagnarstofa. Hittast líka vegna námsmatsins.
  2. BA og GS. Kom einnig fram að kennarar og jafnvel nemendur myndu hittast að ræða sín á milli. Þetta hefur verið upp og ofan, alls ekki fullkomið en margt gott unnist samt. Þróunin er í gangi og hún á að vera í gangi.
  3. ÞHG. Nýta tíma sem opnast í töflu og fara að heilsa upp á kennara í öðrum skólum … Dyr á milli stofa hafa reynst vel í nýju stofunum á vesturganginum. Nýta „gat í gegn“ til þess að fara í heimsóknir milli skólanna og hitta aðra kennara, þetta á ekki að vera mikið mál í sjálfu sér.
  4. TS. Fullt af verkfærum frá Vöndu Sig, margir hér sem eru byrjaðir vinna eftir þessum verkfærum.
  5. MIM og SHJ. Stærðfræði er að byrja í teymiskennslu í BES og koma í heimsókn til okkar á næstunni.
  6. SÁÞ. Hittast meira.
 1. Hvernig viljum við sjá verkefnið/starfið þróast í skólanum? Hvað viljum við gera? (a. til vors, b. næsta skólaár)? Hvað þarf til (bjargir, ráðstafanir, aðgerðir, ráðgjöf, fræðsla)? Hvert viljum við vera komin að ári?
 • Endurhanna kennslurýmið í austurrýminu.
  Að ári viljum við að kennslurýmið sé betur mótað.

 


Aftur á aðalsíðu verkefnisins Af litlum neista