Teymiskennslan

 • Aukin samvinna – byggja upp gagnabanka – það þurfa ekki allir að finna upp hjólið – samræma námsmat í skólunum í Árborg – samræma reglur – án þess þó að fórna sérstöðu skólanna.
 • Halda menntabúðir þar sem kennarar miðla hver öðrum kennsluhugmyndum, t.d. einu sinni á önn – hugsanlega tengja þetta skóladegi Árborgar.
 • Leggja áherslu á jákvæða umræðu um skólann.
 • Teymiskennslan:
  • Stuðningsfulltrúar taki þátt í undirbúningi.
  • Stoðþjónustan í lykilhlutverki.
  • Fastir fundartímar – festa tíma fyrir þessa vinnu.
  • Brjóta upp teymi ef illa gengur.
  • Gæta þess að ekki verði til klíkur.
  • Fá utanaðkomandi ráðgjafa.
  • Heimsækja aðra skóla sem byggja á teymiskennslu. Fara í fleiri ferðir og vinna úr ferðunum. Festa tíma í þessa vinnu.
  • Huga að teymiskennslu á yngsta stigi.
  • Setja upp smiðjur í samvinnu við list- og verkgreinakennara.
  • Ráðast í Erasmus verkefni til að prófa teymiskennslu.
  • Fá sérkennsluna inn í teymin (t.d. með því að útfæra hringekjuvinnu – ath. að hringekjur reynast oft erfiðar fyrir einhverfa nemendur).
 • Húsnæði
  • Erfitt húsnæði á Bakkanum.
  • Vilji til að sameina fámenna bekki.

Foreldrasamstarfið

 • Foreldrafundur haldinn til að ræða um samskiptavanda milli tveggja bekkja.
 • Virkja foreldra til að taka þátt í að leysa vandann, finna lausn.
 • Nemendur kynni nám sitt fyrir foreldrum.
 • Fá foreldra til dæmis til að kynna störf sín.
 • Foreldrafélagið er sérstaklega sterkt í ár – nýta það.
 • Kynningar fyir erlendra foreldra.
 • Verkefni eins og Lífið er núna.
 • Skipuleggja foreldradaga.
 • Fá Nönnu Christiansen til að vera með fræðslu fyrir alla starfsmenn BES.

 


Aftur á aðalsíðu verkefnisins Af litlum neista